Shinji Kagawa skoraði sigurmark Dortmund á 93. mínútu í 2-1 sigri á útivelli gegn þýsku bikarmeisturunum í Wolfsburg en þetta var annar sigur Dortmund í röð sem er nú fimm stigum á eftir Bayern Munchen.
Eftir óvænt 1-3 tap Bayern gegn Borussia Mönchengladbach í dag fengu leikmenn Dortmund tækifæri til þess að saxa á forskot þýsku meistaranna og þeir komust verðskuldað yfir um miðbik fyrri hálfleiks.
Var þar að verki Marco Reus en leikmenn Wolfsburg færðu sig framar á völlinn eftir markið og uppskáru loks jöfnunarmark þegar dæmd var vítaspyrna á Lukasz Piszczek, varnarmann Dortmund á 90. mínútu.
Ricardo Rodriguez steig á punktinn og virtist hafa tryggt Wolfsburg eitt stig með jöfnunarmarkinu en leikmönnum Dortmund tókst að bæta við marki á 93. mínútu og var þar að verki Kagawa en þetta var þriðja mark hans á tímabilinu.
Dortmund saxaði á forskot Bayern með dramatískum sigri
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
