Valsmenn sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem sagt var frá því að þeir höfðu fengið Rúnu frá bikarmeisturum Stjörnunnar.
Rúna Sif er 26 ára gömul sem spilar framarlega á vellinum. Hún spilaði undanfarin þrjú tímabil með Stjörnunni og vann stóran titil á öllum tímabilunum.
Rúna Sif varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2013 og 2014 og þá varð hún bikarmeistari með Garðabæjarliðinu 2014 og 2015. Rúna Sif skoraði alls 7 mörk í 43 deildareikjum með Stjörnunni en hún lagði upp mörg mörk fyrir félaga sína.
Rúna Sif á alls 182 meistaraflokksleiki að baki með Fjölni, Fylki og Stjörnunni og hefur skorað í þeim 48 mörk.
Rúna Sif er ekki fyrsti sóknarmaðurinn sem gengur til liðs við Valsliðið í vetur en á dögunum gerði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, einnig tveggja ára samning við félagið.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Rúnu Sif Stefánsdóttur sem Ragnar Vignir, fjölmiðlamaður Vals tók í tilefni þess að Rúna Sif er komin í Val.
