„Starfsandinn þarna innandyra kemst ekki mikið neðar og ef fyrirtækið er ekki að drífa sig í að gera kjarasamning við starfsfólkið þá munu þeir fljótlega sitja með það í fanginu að fólk fer að leita á aðrar slóðir, finna sér vinnu annars staðar. Það blasir bara við. Það nennir enginn að vinna í svona fyrirtæki með ástandið svona,“ segir Guðmundur.

Enn sem áður haggast ekkert í kjaradeilunni, og enn hefur ekki verið boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara. Guðmundur bindur vonir við að boðað verði til fundar eftir helgi. Mikilvægt sé að finna lausn á deilunni hið fyrsta.
„Ég býst fastlega við því að ríkissáttasemjari muni boða til fundar eftir helgi, en ég hef þó ekkert heyrt. En þetta verður að leysa, það er alveg ljóst,“ segir Guðmundur.