Forþjöppuhik úr sögunni hjá Volvo Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2015 11:23 Í nýjum Volvo S90 bíl kynnir Volvo nýja tækni sem kemur í veg fyrir svokallað forþjöppuhik, sem eigendur bíla með forþjöppur þekkja vel og pirra sig yfir. Hefðbundnar forþjöppur fara ekki að skila afli fyrr en vélin nær að pumpa í þær nægu lofti og það gerist yfirleitt ekki fyrr en snúningur vélanna fer á skrið. Oft líður meira en ein sekúnda frá því að stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina þangað til forþjöppurnar fara að skila einhverju viðbótarafli. Þessum biðtíma segir Volvo að þeim hafi tekist að eyða með nýrri “PowerPulse”-tækni þar sem háþrýst loft er geymt í 2 lítra tanki og við stig á eldsneytisgjöfina þrýstist loftið samstundis inní forþjöppuna og hún nær fullu afli strax. Þetta krefst náttúrulega loftpressu sem sér til þess að háþrýst loft sá ávallt á þessum litla tanki. Með þessari tækni segir Volvo að teggja lítra díslvél þeirra í S90 bílnum tryggi honum hraðari upptöku en sambærilegir bílar að stærð með 3,0 lítra dísilvélum. Sjá má úskýringu á þessari nýju tækni Volvo í meðfylgjandi myndskeiði. Bílar video Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent
Í nýjum Volvo S90 bíl kynnir Volvo nýja tækni sem kemur í veg fyrir svokallað forþjöppuhik, sem eigendur bíla með forþjöppur þekkja vel og pirra sig yfir. Hefðbundnar forþjöppur fara ekki að skila afli fyrr en vélin nær að pumpa í þær nægu lofti og það gerist yfirleitt ekki fyrr en snúningur vélanna fer á skrið. Oft líður meira en ein sekúnda frá því að stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina þangað til forþjöppurnar fara að skila einhverju viðbótarafli. Þessum biðtíma segir Volvo að þeim hafi tekist að eyða með nýrri “PowerPulse”-tækni þar sem háþrýst loft er geymt í 2 lítra tanki og við stig á eldsneytisgjöfina þrýstist loftið samstundis inní forþjöppuna og hún nær fullu afli strax. Þetta krefst náttúrulega loftpressu sem sér til þess að háþrýst loft sá ávallt á þessum litla tanki. Með þessari tækni segir Volvo að teggja lítra díslvél þeirra í S90 bílnum tryggi honum hraðari upptöku en sambærilegir bílar að stærð með 3,0 lítra dísilvélum. Sjá má úskýringu á þessari nýju tækni Volvo í meðfylgjandi myndskeiði.
Bílar video Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent