Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FSu 100-110 | Woods héldu engin bönd Sveinn Ólafur Magnússon í Sláturhúsinu skrifar 4. desember 2015 22:15 Woods var með svakalegar tölur í kvöld. vísir/stefán FSu sótti góðan sigur, 100-110, í TM-höllina í Keflavík í kvöld en þetta var annað tap Keflvíkinga í röð. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Keflavíkur í kvöld enda liðin í sitthvorum endanum í Domino's deildinni en annað kom á daginn. Leikurinn fór rólega af stað þar sem FSu spilaði svæðisvörn með nokkuð góðum árangri. Keflvíkingar áttu í erfiðleikum sóknarlega en þeirra aðalleikstjórnandi, Valur Orri Valsson, spilaði ekki í kvöld vegna meiðsla. Það gekk erfiðlega hjá Keflvíkingum að finna taktinn í vörn en sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur. Liðin skiptust á að skora en lítið var um varnarleik hjá þeim báðum þó voru Keflvíkingar skrefi á undan FSu sem var aldrei langt undan. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27 - 29 fyrir FSu og gátu þeir þakkað Cristopher Caird, sem var kominn með 10 stig eftir 5. mínútur. Þá var Christopher Woods sterkur en hann endaði leikhlutan með 13 stig og var rétt að byrja. Í öðrum leikhluta var sama uppi á teningunum og í þeim fyrsta. FSu náði fljótt fimm stiga forskoti en Reggie Dupree hélt Keflvíkingum inni í leiknum með tveimur þriggja stiga körfum. Mikil barátta var í báðum liðum en Keflvíkingarnir eyddu nokkru púðri í að tuða í dómurum sem hafði lítið upp á sig. FSu hélt Keflvíkingum í hæfilegri fjarlægð frá sér og fór í hálfleik inn í búningsklefa með sex stiga forskot 54-60. Það er nú ekki á hverjum degi sem Keflavík fær á sig 60 stig í einum hálfleik. Í byrjun þriðja leikhluta var leikurinn í járnum og jafnt á öllum tölum. Fsu átti þó betri spretti undir lok leikhlutans, með Christopher Woods í aðalhlutverki ásamt Cristopher Caird, og náði sex stiga forskoti þegar leikhlutinn var allur. Mikil spenna var fyrir fjórða leikhluta og reyndu Keflvíkingar að keyra upp hraðan en Fsu náði að stjórna leiknum alveg eins og þeir vildu. Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga, skoraði mikilvægar körfur og náði Keflavík að minnka muninn niður í fjögur stig þegar um ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Lengra komust þeir ekki og sanngjarn sigur FSu á Keflavík staðreynd. FSu liðið spilaði mjög vel í leiknum en þó var enginn á vellinum betur en Christopher Wodd sem endaði leikinn með 30 stig og 36 fráköst. Einnig var Cristopher Caird góður en hann endaði leikinn með 27 stig en alls skoruðu fimm leikmenn FSu 10 stig eða meira í annars góðri liðsheild. Keflvíkingar voru lélegir þrátt fyrir að skora 100 stig á heimavelli í kvöld þeir gerðu einfaldlega allt of mörg mistök í leiknum. Earl Brown var þeirra besti maður í kvöld með 30 stig en aðeins 7 fráköst sem er of lítið fyrir miðherja. Aðrir í Keflavík sem voru með lífsmarki voru Reggie Dupree og Magnús Þór Gunnarsson sem skoruðu 19 stig hvor, aðrir leikmenn voru slakir. Keflvíkingar voru ekki að spila sem lið í kvöld og annað tap þeirra í röð er staðreynd.Tölfræði leiks: Keflavík-FSu 100-110 (27-29, 27-31, 25-24, 21-26)Keflavík: Earl Brown Jr. 30/7 fráköst, Reggie Dupree 19/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19, Guðmundur Jónsson 14, Ágúst Orrason 8, Magnús Már Traustason 6/5 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2/6 fráköst, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Andri Daníelsson 0, Arnór Sveinsson 0.FSu: Christopher Woods 36/30 fráköst, Cristopher Caird 27/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ari Gylfason 18/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 10/7 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 4, Birkir Víðisson 0, Maciej Klimaszewski 0, Svavar Ingi Stefánsson 0, Arnþór Tryggvason 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0.Eric: Flottur karakter hjá okkur„Mikilvægur sigur fyrir okkur hér í kvöld. Keflavík er með gott lið og er í efsta sæti eins og er en ég sagði við strákana í liðinu ef þið trúið á sigur þá er allt hægt,“ sagði Erik Olson, þjálfari FSu, sem var mjög glaður í leikslok eftir sigur sinna manna í kvöld. “Keflvíkingar komust nálægt okkur undir lokin en við stóðumst áhlaupið og vorum sterkir andlega. „Þetta var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur hjá okkur. Vörnin okkar var nógu góð til þess að sigra í kvöld því við fengum á okkur 100 stig en þetta dugði. Þeir (Keflvíkingar) þurftu að hafa fyrir sínum stigum í kvöld.“ „Næsti leikur er á móti KR sem verður erfitt en við verðum að halda áfram á sömu braut. „Ekkert lið í deildinni er ósigrandi en við verðum að spila vel líkt og við gerðum í kvöld,“ sagði Eric Olson sigrihrósandi. Sigurður: Við gátum ekki neitt„Þetta ekki nógu vel hjá okkur í kvöld. Við spiluðum ekki leikinn, við gátum ekki neitt. „Ég get talið upp alla sem voru slakir í kvöld, vörnin okkar alveg glötuð,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga í leikslok. „Leikmennirnir voru ekki með hugann við leikinn og þetta leit illa út í vörn og sókn. Við höfum verið að spila saman sem lið en gerðum það ekki í kvöld sem var skrítið og mjög leiðinlegt,“ sagði Sigurður sem var greinilega ósáttur við sína menn í kvöld. Keflvíkingar spiluðu án Vals Orra Valssonar sem meiddist á æfingu í vikunni. „Við vildum ekki taka neina áhættu með Val í kvöld en það ætti ekki að hafa svona mikil áhrif á liðið. Ég tek ekkert af Fsu þeir spiluðu vel í kvöld,“ sagði Sigurður að lokum. Magnús: Við náðum ekki að spila okkar leik„Þetta var hrikalegt hjá okkur, að láta skora 110 stig á okkur er fyrir neðan allar hellur. „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það að Valur Orri yrði ekki með og það ætti ekki að skipta neinu máli. „Við hefðum getað spilað betri vörn þó það vanti hann,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyirirliði Keflvíkinga, sem var allt annað en kátur eftir tapið á móti Fsu. „Við náum ekki að spila okkar leik í kvöld. Þetta var alltof mikið einstaklingsframtak allan leikinn. Það kom smá kafli hjá okkur en það dugði ekki í þetta skipti.“ Bein lýsing: Keflavík - FSuTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
FSu sótti góðan sigur, 100-110, í TM-höllina í Keflavík í kvöld en þetta var annað tap Keflvíkinga í röð. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Keflavíkur í kvöld enda liðin í sitthvorum endanum í Domino's deildinni en annað kom á daginn. Leikurinn fór rólega af stað þar sem FSu spilaði svæðisvörn með nokkuð góðum árangri. Keflvíkingar áttu í erfiðleikum sóknarlega en þeirra aðalleikstjórnandi, Valur Orri Valsson, spilaði ekki í kvöld vegna meiðsla. Það gekk erfiðlega hjá Keflvíkingum að finna taktinn í vörn en sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur. Liðin skiptust á að skora en lítið var um varnarleik hjá þeim báðum þó voru Keflvíkingar skrefi á undan FSu sem var aldrei langt undan. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27 - 29 fyrir FSu og gátu þeir þakkað Cristopher Caird, sem var kominn með 10 stig eftir 5. mínútur. Þá var Christopher Woods sterkur en hann endaði leikhlutan með 13 stig og var rétt að byrja. Í öðrum leikhluta var sama uppi á teningunum og í þeim fyrsta. FSu náði fljótt fimm stiga forskoti en Reggie Dupree hélt Keflvíkingum inni í leiknum með tveimur þriggja stiga körfum. Mikil barátta var í báðum liðum en Keflvíkingarnir eyddu nokkru púðri í að tuða í dómurum sem hafði lítið upp á sig. FSu hélt Keflvíkingum í hæfilegri fjarlægð frá sér og fór í hálfleik inn í búningsklefa með sex stiga forskot 54-60. Það er nú ekki á hverjum degi sem Keflavík fær á sig 60 stig í einum hálfleik. Í byrjun þriðja leikhluta var leikurinn í járnum og jafnt á öllum tölum. Fsu átti þó betri spretti undir lok leikhlutans, með Christopher Woods í aðalhlutverki ásamt Cristopher Caird, og náði sex stiga forskoti þegar leikhlutinn var allur. Mikil spenna var fyrir fjórða leikhluta og reyndu Keflvíkingar að keyra upp hraðan en Fsu náði að stjórna leiknum alveg eins og þeir vildu. Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga, skoraði mikilvægar körfur og náði Keflavík að minnka muninn niður í fjögur stig þegar um ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Lengra komust þeir ekki og sanngjarn sigur FSu á Keflavík staðreynd. FSu liðið spilaði mjög vel í leiknum en þó var enginn á vellinum betur en Christopher Wodd sem endaði leikinn með 30 stig og 36 fráköst. Einnig var Cristopher Caird góður en hann endaði leikinn með 27 stig en alls skoruðu fimm leikmenn FSu 10 stig eða meira í annars góðri liðsheild. Keflvíkingar voru lélegir þrátt fyrir að skora 100 stig á heimavelli í kvöld þeir gerðu einfaldlega allt of mörg mistök í leiknum. Earl Brown var þeirra besti maður í kvöld með 30 stig en aðeins 7 fráköst sem er of lítið fyrir miðherja. Aðrir í Keflavík sem voru með lífsmarki voru Reggie Dupree og Magnús Þór Gunnarsson sem skoruðu 19 stig hvor, aðrir leikmenn voru slakir. Keflvíkingar voru ekki að spila sem lið í kvöld og annað tap þeirra í röð er staðreynd.Tölfræði leiks: Keflavík-FSu 100-110 (27-29, 27-31, 25-24, 21-26)Keflavík: Earl Brown Jr. 30/7 fráköst, Reggie Dupree 19/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19, Guðmundur Jónsson 14, Ágúst Orrason 8, Magnús Már Traustason 6/5 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2/6 fráköst, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Andri Daníelsson 0, Arnór Sveinsson 0.FSu: Christopher Woods 36/30 fráköst, Cristopher Caird 27/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ari Gylfason 18/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 10/7 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 4, Birkir Víðisson 0, Maciej Klimaszewski 0, Svavar Ingi Stefánsson 0, Arnþór Tryggvason 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0.Eric: Flottur karakter hjá okkur„Mikilvægur sigur fyrir okkur hér í kvöld. Keflavík er með gott lið og er í efsta sæti eins og er en ég sagði við strákana í liðinu ef þið trúið á sigur þá er allt hægt,“ sagði Erik Olson, þjálfari FSu, sem var mjög glaður í leikslok eftir sigur sinna manna í kvöld. “Keflvíkingar komust nálægt okkur undir lokin en við stóðumst áhlaupið og vorum sterkir andlega. „Þetta var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur hjá okkur. Vörnin okkar var nógu góð til þess að sigra í kvöld því við fengum á okkur 100 stig en þetta dugði. Þeir (Keflvíkingar) þurftu að hafa fyrir sínum stigum í kvöld.“ „Næsti leikur er á móti KR sem verður erfitt en við verðum að halda áfram á sömu braut. „Ekkert lið í deildinni er ósigrandi en við verðum að spila vel líkt og við gerðum í kvöld,“ sagði Eric Olson sigrihrósandi. Sigurður: Við gátum ekki neitt„Þetta ekki nógu vel hjá okkur í kvöld. Við spiluðum ekki leikinn, við gátum ekki neitt. „Ég get talið upp alla sem voru slakir í kvöld, vörnin okkar alveg glötuð,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga í leikslok. „Leikmennirnir voru ekki með hugann við leikinn og þetta leit illa út í vörn og sókn. Við höfum verið að spila saman sem lið en gerðum það ekki í kvöld sem var skrítið og mjög leiðinlegt,“ sagði Sigurður sem var greinilega ósáttur við sína menn í kvöld. Keflvíkingar spiluðu án Vals Orra Valssonar sem meiddist á æfingu í vikunni. „Við vildum ekki taka neina áhættu með Val í kvöld en það ætti ekki að hafa svona mikil áhrif á liðið. Ég tek ekkert af Fsu þeir spiluðu vel í kvöld,“ sagði Sigurður að lokum. Magnús: Við náðum ekki að spila okkar leik„Þetta var hrikalegt hjá okkur, að láta skora 110 stig á okkur er fyrir neðan allar hellur. „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það að Valur Orri yrði ekki með og það ætti ekki að skipta neinu máli. „Við hefðum getað spilað betri vörn þó það vanti hann,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyirirliði Keflvíkinga, sem var allt annað en kátur eftir tapið á móti Fsu. „Við náum ekki að spila okkar leik í kvöld. Þetta var alltof mikið einstaklingsframtak allan leikinn. Það kom smá kafli hjá okkur en það dugði ekki í þetta skipti.“ Bein lýsing: Keflavík - FSuTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti