Vilja nafn liðinnar ástar í burt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Erlendar rannsóknir sýna að allt að fjórðungur fólks sé með húðflúr. Því er ekki að undra að húðflúrsýningar og ráðstefnur séu vinsælar. Hér er mynd frá sýningu í Sidney árið 2013. Nordicphotos/AFP „Hingað kemur fólk með húðflúr sem það er orðið þreytt á eða verður að reyna að eyða, til dæmis með nafni liðinnar ástar,“ segir Bolli Bjarnason húðlæknir hjá Útlitslækningu sem fjarlægir húðflúr með sérstökum húðflúrslæknalaserum. Bolli segir erlendar kannanir sýna að allt að fjórðungur fólks hafi eitt eða fleiri húðflúr og þess sé að vænta að Ísland sé engin undantekning. Húðflúr sé í tísku. „Að sama skapi koma sífellt fleiri til mín og vilja láta fjarlægja húðflúrið. Fólk virðist hafa áttað sig á að unnt er með nútímalæknalaserum að fjarlægja húðflúr með algjörri lágmarksáhættu á öramyndun sem var vandamál hér áður fyrr.“ Ekki tekst alltaf að fjarlægja allt húðflúrið heldur eingöngu draga úr lit þess. Sumir vilja eingöngu draga úr lit til að flúra yfir með nýju húðflúri. Bolli Bjarnason, húðlæknirAðrir þurfa að deyfa húðflúr því staðsetning á því vegna atvinnu er ekki samþykkt af vinnuveitanda. Best er að fjarlægja svartan lit en erfiðast er að fjarlægja gulan, appelsínugulan og grænan lit. Í öllum tilfellum þarf nokkrar meðferðir til að árangur náist. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um húðflúrara sem flúra án starfsleyfis frá heilbrigðiseftirlitinu. Bolli segir húðflúrun ekki hættulausa og að sumar aukaverkanir geti komið fram hvernig sem staðið sé að flúrinu. „Húðflúr getur leitt til örmyndana, sýkinga og myndunar húðsjúkdóma hafi fólk húðsjúkdóma fyrir. Það getur truflað segulómanir og ætti því aldrei að setja það á höfuð. Einnig geta húðflúr leitt til bólgu, eymsla og kláða sem getur verið viðvarandi. Ég hef þurft að fjarlægja húðflúr vegna ofnæmiseinkenna,“ segir Bolli. Hann bætir við að rannsókn í Danmörku hafi sýnt 62 prósent vera vegna rauðs litar og 20 prósent vegna svarts. Blá, græn og svört húðflúr valda síður ofnæmi. Húðflúrsblek geta líka innihaldið mögulega krabbameinsvaldandi efni. Bolli segir vandamál að stundum sé uppruni bleksins hvorki þekktur af húðflúrara né þeim sem fær flúrið. Í gær kom fram að íslenskir húðflúrarar með starfsleyfi fái liti sem samþykktir eru í Bandaríkjunum. En hver sem er getur pantað ódýra liti af netinu. „Mér skilst að framkvæmdastjórn ESB sé að koma með drög að reglum til að taka heildstætt á litum sem notast í Evrópu, sem er gott mál.“ Húðflúr Tengdar fréttir Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Hingað kemur fólk með húðflúr sem það er orðið þreytt á eða verður að reyna að eyða, til dæmis með nafni liðinnar ástar,“ segir Bolli Bjarnason húðlæknir hjá Útlitslækningu sem fjarlægir húðflúr með sérstökum húðflúrslæknalaserum. Bolli segir erlendar kannanir sýna að allt að fjórðungur fólks hafi eitt eða fleiri húðflúr og þess sé að vænta að Ísland sé engin undantekning. Húðflúr sé í tísku. „Að sama skapi koma sífellt fleiri til mín og vilja láta fjarlægja húðflúrið. Fólk virðist hafa áttað sig á að unnt er með nútímalæknalaserum að fjarlægja húðflúr með algjörri lágmarksáhættu á öramyndun sem var vandamál hér áður fyrr.“ Ekki tekst alltaf að fjarlægja allt húðflúrið heldur eingöngu draga úr lit þess. Sumir vilja eingöngu draga úr lit til að flúra yfir með nýju húðflúri. Bolli Bjarnason, húðlæknirAðrir þurfa að deyfa húðflúr því staðsetning á því vegna atvinnu er ekki samþykkt af vinnuveitanda. Best er að fjarlægja svartan lit en erfiðast er að fjarlægja gulan, appelsínugulan og grænan lit. Í öllum tilfellum þarf nokkrar meðferðir til að árangur náist. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um húðflúrara sem flúra án starfsleyfis frá heilbrigðiseftirlitinu. Bolli segir húðflúrun ekki hættulausa og að sumar aukaverkanir geti komið fram hvernig sem staðið sé að flúrinu. „Húðflúr getur leitt til örmyndana, sýkinga og myndunar húðsjúkdóma hafi fólk húðsjúkdóma fyrir. Það getur truflað segulómanir og ætti því aldrei að setja það á höfuð. Einnig geta húðflúr leitt til bólgu, eymsla og kláða sem getur verið viðvarandi. Ég hef þurft að fjarlægja húðflúr vegna ofnæmiseinkenna,“ segir Bolli. Hann bætir við að rannsókn í Danmörku hafi sýnt 62 prósent vera vegna rauðs litar og 20 prósent vegna svarts. Blá, græn og svört húðflúr valda síður ofnæmi. Húðflúrsblek geta líka innihaldið mögulega krabbameinsvaldandi efni. Bolli segir vandamál að stundum sé uppruni bleksins hvorki þekktur af húðflúrara né þeim sem fær flúrið. Í gær kom fram að íslenskir húðflúrarar með starfsleyfi fái liti sem samþykktir eru í Bandaríkjunum. En hver sem er getur pantað ódýra liti af netinu. „Mér skilst að framkvæmdastjórn ESB sé að koma með drög að reglum til að taka heildstætt á litum sem notast í Evrópu, sem er gott mál.“
Húðflúr Tengdar fréttir Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00