Peugoet kynnir endurbættan Dakar bíl Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 14:36 Vígalegur Peugeot Dakar keppnisbíll. worldcarfans Peugeot er nú að sýna þann endurbætta bíl sem keppa mun í París-Dakar rallinu snemma í næsta mánuði. Heilmiklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum. Hann hefur verið lengdur um 18,5 cm, breikkaður um 16,7 cm og lækkaður um 11,8 cm. Bil milli öxla hefur aukist um 20 cm og er nú 3 metrar. Yfirbygging bílsins er nú með minni loftmótsstöðu og allar þessar breytingar eiga að koma bílnum hraðar yfir ófærurnar og hraðaksturkafla þá sem ökumenn mæta á 10.000 kílómetra leiðinni sem bæði hefst og endar í Argentínu. Að sjálfsögðu er vélin nú öflugri, sem nemur 10 hestöflum og skilar 350 slíkum. Togið er svo mikið sem 800 Nm og fæst það úr 3,2 lítra díslvél með forþjöppu. Mesta afl vélarinnar fæst við 5.000 snúninga en ekki 7.800 snúninga í fyrri vélargerð. Bílum Peugeot munu aka þeir Sébastian Loeb, Cyril Despres, Stéphane Peterhansel og Carlos Sainz og eiga þeir marga titla að baki í Dakar, sem og öðrum keppnisbílaakstri. Því má segja að Peugeot sé nokkuð sigurstranglegt í keppninni í ár, en á síðasta ári vann Nasser Al-Attiyah á Mini bíl og var það fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur Mini bíl. Í tveimur af þessum fjórum sigrum Mini var ökumaðurinn Stéphane Peterhansel og víst er að hann veit hvað þarf til að vinna þessa erfiðu keppni. Hann hefur reyndar unnið keppnina 5 sinnum, en þrisvar sinnum á Mitsubishi Pajero bíl. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent
Peugeot er nú að sýna þann endurbætta bíl sem keppa mun í París-Dakar rallinu snemma í næsta mánuði. Heilmiklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum. Hann hefur verið lengdur um 18,5 cm, breikkaður um 16,7 cm og lækkaður um 11,8 cm. Bil milli öxla hefur aukist um 20 cm og er nú 3 metrar. Yfirbygging bílsins er nú með minni loftmótsstöðu og allar þessar breytingar eiga að koma bílnum hraðar yfir ófærurnar og hraðaksturkafla þá sem ökumenn mæta á 10.000 kílómetra leiðinni sem bæði hefst og endar í Argentínu. Að sjálfsögðu er vélin nú öflugri, sem nemur 10 hestöflum og skilar 350 slíkum. Togið er svo mikið sem 800 Nm og fæst það úr 3,2 lítra díslvél með forþjöppu. Mesta afl vélarinnar fæst við 5.000 snúninga en ekki 7.800 snúninga í fyrri vélargerð. Bílum Peugeot munu aka þeir Sébastian Loeb, Cyril Despres, Stéphane Peterhansel og Carlos Sainz og eiga þeir marga titla að baki í Dakar, sem og öðrum keppnisbílaakstri. Því má segja að Peugeot sé nokkuð sigurstranglegt í keppninni í ár, en á síðasta ári vann Nasser Al-Attiyah á Mini bíl og var það fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur Mini bíl. Í tveimur af þessum fjórum sigrum Mini var ökumaðurinn Stéphane Peterhansel og víst er að hann veit hvað þarf til að vinna þessa erfiðu keppni. Hann hefur reyndar unnið keppnina 5 sinnum, en þrisvar sinnum á Mitsubishi Pajero bíl.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent