Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2015 20:31 Vigdís Hauksdóttir(til vinstri) og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (til hægri) horfa mismunandi augum á úttekt á rekstri Landspítala Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung." Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung."
Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48