Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2015 20:31 Vigdís Hauksdóttir(til vinstri) og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (til hægri) horfa mismunandi augum á úttekt á rekstri Landspítala Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung." Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung."
Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48