Veiðikortið 2016 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 3. desember 2015 10:00 Veiðikortið 2016 er komið út Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda enda veitir kortið aðgang að fjölmörgum vötnum um allt land. Alls eru 35 vötn og vatnasvæði inní kortinu þannig að fyrir þá sem eru duglegir í vatnaveiðinni er Veiðikortið alveg ómissandi á hverju sumri. Vinsælustu vötnin eru t.d. Þingvallavatn, Hítarvatn, Meðalfellsvatn, Elliðavatn og Úlfljótsvatn en þetta er þó eins og fjöldi vatna í Veiðikortinu gefur til kynna aðeins brot af úrvali vatna sem eru í boði. Fyrstu vötnin opna sem fyrr 1. apríl og það er nokkuð víst að veiðimenn telja niður dagana þessa fjóra mánuði þangað til veiðin hefst á nýjan leik. Mest lesið Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði
Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda enda veitir kortið aðgang að fjölmörgum vötnum um allt land. Alls eru 35 vötn og vatnasvæði inní kortinu þannig að fyrir þá sem eru duglegir í vatnaveiðinni er Veiðikortið alveg ómissandi á hverju sumri. Vinsælustu vötnin eru t.d. Þingvallavatn, Hítarvatn, Meðalfellsvatn, Elliðavatn og Úlfljótsvatn en þetta er þó eins og fjöldi vatna í Veiðikortinu gefur til kynna aðeins brot af úrvali vatna sem eru í boði. Fyrstu vötnin opna sem fyrr 1. apríl og það er nokkuð víst að veiðimenn telja niður dagana þessa fjóra mánuði þangað til veiðin hefst á nýjan leik.
Mest lesið Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði