Þingmaður vill skoða að breyta sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 18:22 „Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni. Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
„Í fyrsta lagi ætla ég að kynna mér framkvæmdina hér heima alveg út í hörgul. Kynna mér hlutfallið milli nauðgana, kærðra atburða og dómafjölda. Ef hann er svipaður og í Bretlandi þá tel ég fulla ástæðu að endurskoða hvernig þessi mál eru rannsökuð og hvernig er með þau farið hér heima,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis aðspurður hvort hann hyggist leggja til á þinginu að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum verði tekin til endurskoðunar. Í upphafi viðtalsins beindi Þorsteinn sjónum sínum út fyrir landsteinana. Bretar ákváðu nýverið að í stað þess að fórnarlamb þurfi að sýna fram á að sér hafi verið nauðgað yrði meintur gerandi að sýna að hann hafi fengið skýrt samþykki til samfara. Talið er að brotið sé á um 85.000 konum á ári í Bretlandi og níu af hverjum tíu þekki gerandann. Af brotaþolunum séu hins vegar aðeins 16.000 sem kæri, 2.900 mál fara fyrir dóm og sakfelling á sér stað í rétt rúmlega þúsund málum. „Bretar ætla að færa fókusinn á meintan geranda í stað þess að hann sé á fórnarlambinu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að þeir ætli ekki að fara svo langt að krefjast öfugrar sönnunarbyrði en þó að létta aðeins á fórnarlambinu. „Mörg fórnarlömb hafa lýst því hve erfitt það sé að fara í yfirheyrslur og slíkt. Spurning hvort það sé hægt að létta fórnarlömbum það.“ Talsverð umræða hefur verið að undanförnu hér á landi í kjölfar sýknudóma í kynferðisbrotamálum hér á landi. Má þar á meðal nefna tilvik þar sem fimm ungir drengir voru sýknaðir af ákæru um að hafa hópnauðgað stúlku. „Það er nú sagt að maður eigi ekki að deila við dómaranna en fimm þegar menn sem safnast að drukkinni unglingsstúlku, maður skilur það eiginlega ekki alveg. Ég tel að þessir nýju dómar þeir hljóta að verða til þess að við hugsum þessi mál öðruvísi og reynum að breyta hlutföllunum fórnarlömbunum í hag,“ segir Þorsteinn. Viðtalið í heild sinni fylgir fréttinni.
Alþingi Tengdar fréttir Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. 26. nóvember 2015 09:37