Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2015 13:26 Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira