Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:50 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent