Treyja Hólmfríðar seldist á 1,8 milljónir: Ég táraðist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 18:55 Kolfinna Rán og Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Facebook 1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira