Ný Honda Civic Coupe í LA Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 08:45 Honda Civic Coupe. Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent