Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2015 15:45 Emil Hallfreðsson. Vísir/AFP Luigi Delneri var í dag ráðinn nýr þjálfari hjá ítalska A-deildarliðinu Hellas verona en hann tekur við af Andrea Mandorlini sem var rekinn í gær. Luigi Delneri er 65 ára gamall og þjálfaði síðast Genoa frá 2012-13. hann hefur þjálfað stórlið eins og Roma (2004-05) og Juventus (2010-11). Luigi Delneri hefur mikla reynslu af þjálfun á Ítalíu en hann hefur meðal annars stýrt nágrannaliðinu Chievo Verona í tvígang, fyrst 2000-04 og svo aftur 2006-07. „Ég vil þakka Maurizio Setti forseta fyrir þetta tækifæri því ég vildi komast aftur í fótboltann," sagði Luigi Delneri á blaðamannafundi í dag. „Hér er félag með mikla ástríðu og mikla hefð. Ég sé gæði í leikmannahópnum og ég sé mikla möguleika að koma liðinu í gang á ný. Mandorlini var fórnarlamb slæmra úrslita að undanförnu en það tekur ekkert frá því sem hann gerði fyrir Hellas Verona," sagði Delneri. „Við munum gera allt til þess að halda okkur í deildinni. Ég vil byggja ofan á starf Mandorlini en ekki rífa allt niður. Ég vil sjá lið sem gefur allt í þetta og er samkeppnishæft á móti öllum," sagði Delneri. Delneri hrósaði íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni sem var fastamaður í liðinu þau fimm ár sem Andrea Mandorlini þjálfaði liðið. „[Luca] Toni and [Giampaolo] Pazzini geta alveg spilað saman og það er líka fullt af öðrum hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu eins og [Emil] Hallfreðsson [Federico] Viviani [Jacopo] Sala and [Luca] Siligardi," sagði Delneri. Hellas verona hefur enn ekki unnið leik í deildinni á þessu tímabili og situr eitt á botni deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Ítalski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Luigi Delneri var í dag ráðinn nýr þjálfari hjá ítalska A-deildarliðinu Hellas verona en hann tekur við af Andrea Mandorlini sem var rekinn í gær. Luigi Delneri er 65 ára gamall og þjálfaði síðast Genoa frá 2012-13. hann hefur þjálfað stórlið eins og Roma (2004-05) og Juventus (2010-11). Luigi Delneri hefur mikla reynslu af þjálfun á Ítalíu en hann hefur meðal annars stýrt nágrannaliðinu Chievo Verona í tvígang, fyrst 2000-04 og svo aftur 2006-07. „Ég vil þakka Maurizio Setti forseta fyrir þetta tækifæri því ég vildi komast aftur í fótboltann," sagði Luigi Delneri á blaðamannafundi í dag. „Hér er félag með mikla ástríðu og mikla hefð. Ég sé gæði í leikmannahópnum og ég sé mikla möguleika að koma liðinu í gang á ný. Mandorlini var fórnarlamb slæmra úrslita að undanförnu en það tekur ekkert frá því sem hann gerði fyrir Hellas Verona," sagði Delneri. „Við munum gera allt til þess að halda okkur í deildinni. Ég vil byggja ofan á starf Mandorlini en ekki rífa allt niður. Ég vil sjá lið sem gefur allt í þetta og er samkeppnishæft á móti öllum," sagði Delneri. Delneri hrósaði íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni sem var fastamaður í liðinu þau fimm ár sem Andrea Mandorlini þjálfaði liðið. „[Luca] Toni and [Giampaolo] Pazzini geta alveg spilað saman og það er líka fullt af öðrum hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu eins og [Emil] Hallfreðsson [Federico] Viviani [Jacopo] Sala and [Luca] Siligardi," sagði Delneri. Hellas verona hefur enn ekki unnið leik í deildinni á þessu tímabili og situr eitt á botni deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum.
Ítalski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira