Sautján ára hversdagshetja breiddi úlpu yfir hjólreiðakappa eftir árekstur við snjómoksturstæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 13:04 Maðurinn var á hjóli sínu nærri Sundhöll Reykjavíkur þegar snjómoksturstæki var ekið utan í hann. Vísir/Daníel Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum. Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum.
Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47
Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18
Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02