Fiat Abarth með 50% söluaukningu Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 10:30 Fiat 500 Abarth. Vel gengur hjá sportbíladeild Fiat, Abarth og hefur hún selt 50% fleiri bíla í ár en í fyrra og ætlar að tvöfalda sölukerfi sitt og auka úrval bíla sinna. Salan er þó ekki neitt stórvægileg ennþá, en það stefnir í um 10.000 bíla sölu deildarinnar í ár. Ekki er heldur um mikið úrval bíla að ræða sem deildin býður, heldur eru það aðeins mismunandi gerðir Fiat 500 Abarth bíla. Abarth ætlar þó að kynna nýjan bíl sem ekki er komið nafn á á næstunni og meiningin er einnig að bjóða nýjan Fiat 124 Spider í Abarth útgáfu.Fjölga útsölustöðum um 150%Fiat er nú með um 300 útsölustaði Abarth bíla en ætlar að auka það í 750 útsölustaði á meðal fjölgmargra slíkra sem selja Fiat bíla. Fiat telur að sala Abarth bíla á Fiat útsölustöðum hjálpi ímynd Fiat og að sala þeirra komi til með að hjálpa þessum sölustöðum mikið, þar sem mikil eftirspurn er eftir öflugum smábílum nú. Abarth bílarnir eru talsvert dýrari en grunngerðir Fiat 500. Hefðbundinn Fiat 500 kostar 13.600 evrur, en Abarth útgáfur þeirra byrja í 18.000 evrum. Þeir allra dýrustu seljast á 40-50.000 evrur.Fiat Abarth í ralliðFiat ætlar einnig að hefja keppni í rally á Fiat Abarth bílum og hafa valið til þess Fiat 124 Abarth, sem er þó mikið breyttur til akstursins. Fiat átti góðu gengi að fagna í World Rally Championship á áttunda og níunda áratugnum með Fiat 131 Abarth bílum. Stærstu markaðir Abarth bíla eru í Bretlandi og á Ítalíu og eru þeir tveir markaðir svo til jafn stórir. Þriðji stærsti markaðurinn er svo í Japan. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Vel gengur hjá sportbíladeild Fiat, Abarth og hefur hún selt 50% fleiri bíla í ár en í fyrra og ætlar að tvöfalda sölukerfi sitt og auka úrval bíla sinna. Salan er þó ekki neitt stórvægileg ennþá, en það stefnir í um 10.000 bíla sölu deildarinnar í ár. Ekki er heldur um mikið úrval bíla að ræða sem deildin býður, heldur eru það aðeins mismunandi gerðir Fiat 500 Abarth bíla. Abarth ætlar þó að kynna nýjan bíl sem ekki er komið nafn á á næstunni og meiningin er einnig að bjóða nýjan Fiat 124 Spider í Abarth útgáfu.Fjölga útsölustöðum um 150%Fiat er nú með um 300 útsölustaði Abarth bíla en ætlar að auka það í 750 útsölustaði á meðal fjölgmargra slíkra sem selja Fiat bíla. Fiat telur að sala Abarth bíla á Fiat útsölustöðum hjálpi ímynd Fiat og að sala þeirra komi til með að hjálpa þessum sölustöðum mikið, þar sem mikil eftirspurn er eftir öflugum smábílum nú. Abarth bílarnir eru talsvert dýrari en grunngerðir Fiat 500. Hefðbundinn Fiat 500 kostar 13.600 evrur, en Abarth útgáfur þeirra byrja í 18.000 evrum. Þeir allra dýrustu seljast á 40-50.000 evrur.Fiat Abarth í ralliðFiat ætlar einnig að hefja keppni í rally á Fiat Abarth bílum og hafa valið til þess Fiat 124 Abarth, sem er þó mikið breyttur til akstursins. Fiat átti góðu gengi að fagna í World Rally Championship á áttunda og níunda áratugnum með Fiat 131 Abarth bílum. Stærstu markaðir Abarth bíla eru í Bretlandi og á Ítalíu og eru þeir tveir markaðir svo til jafn stórir. Þriðji stærsti markaðurinn er svo í Japan.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent