Ef okkur er ekki sama um framtíð barnanna?… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. desember 2015 09:00 Þá drepum við á bílvélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, því það er óþarfi að brenna meira jarðefnaeldsneyti en þörf krefur. Þá hjólum við, göngum og notum almenningssamgöngur eins og kostur er. Þá minnkum við neyslu, því af flest allri framleiðslu og flutningi hlýst mengun. Þá kaupum við vörur sem eru framleiddar nálægt heimabyggð okkar og hafa ekki ferðast um langan veg, því það sparar eldsneyti. Þá endurnotum við, endurnýtum og flokkum allt sorp, því það er betra að nýta hráefni aftur og aftur í stað þess að taka nýtt úr auðlindum jarðar. Þá hugsum við til barnanna okkar í öllum gjörðum okkar, því framtíðin er þeirra. Ein helsta ógn barnanna okkar eru loftslagsbreytingar og meginorsakavaldur þeirra er brennsla á jarðefnaeldsneyti, svo sem olíu. Ef ekki verða tafarlausar breytingar munu börnin okkar og börn framtíðarinnar þurfa að kljást við eitt stærsta verkefni sem nokkur kynslóð hefur þurft að kljást við; alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Börn, ekki síst á hinum fátækari svæðum heims, munu missa heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs, börn þurfa að kljást við auknar sveiflur í veðurfari og aukinn hita, íslensk börn þurfa jafnvel að standa frammi fyrir þeim veruleika með fjölskyldum sínum að Ísland verði ekki byggilegt sökum áhrifa loftlagsbreytinga á hafstrauma og fiskimið. Réttindi barnanna Börnin okkar eiga rétt á því að við hugsum um þeirra hag og látum af eigingirni neysluhyggjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök, sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í öllu starfi. Samtökin vilja að tryggt sé að öll heimsins börn í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum. Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti milli heimshluta og einnig milli kynslóða til að komandi kynslóðir geti notið réttinda sinna, búið við öryggi og vernd og uppfyllt þarfir sínar, ekki síður en núlifandi kynslóðir. Til að jörðin verði áfram byggileg, þarf að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, minnka sóun, vinna gegn loftslagsbreytingum, vernda vistkerfi, vinna að jöfnuði í heiminum, gæta jafnræðis og uppræta fátækt. Jafnframt þarf að stunda lýðræðisleg vinnubrögð, efla þátttöku barna og ungmenna í samfélagsmálum og taka mið af fjölbreytileika samfélaga. Við höfum stuttan tíma, því miður. Barnaheill vilja hvetja stjórnvöld og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreytingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þá drepum við á bílvélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, því það er óþarfi að brenna meira jarðefnaeldsneyti en þörf krefur. Þá hjólum við, göngum og notum almenningssamgöngur eins og kostur er. Þá minnkum við neyslu, því af flest allri framleiðslu og flutningi hlýst mengun. Þá kaupum við vörur sem eru framleiddar nálægt heimabyggð okkar og hafa ekki ferðast um langan veg, því það sparar eldsneyti. Þá endurnotum við, endurnýtum og flokkum allt sorp, því það er betra að nýta hráefni aftur og aftur í stað þess að taka nýtt úr auðlindum jarðar. Þá hugsum við til barnanna okkar í öllum gjörðum okkar, því framtíðin er þeirra. Ein helsta ógn barnanna okkar eru loftslagsbreytingar og meginorsakavaldur þeirra er brennsla á jarðefnaeldsneyti, svo sem olíu. Ef ekki verða tafarlausar breytingar munu börnin okkar og börn framtíðarinnar þurfa að kljást við eitt stærsta verkefni sem nokkur kynslóð hefur þurft að kljást við; alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Börn, ekki síst á hinum fátækari svæðum heims, munu missa heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs, börn þurfa að kljást við auknar sveiflur í veðurfari og aukinn hita, íslensk börn þurfa jafnvel að standa frammi fyrir þeim veruleika með fjölskyldum sínum að Ísland verði ekki byggilegt sökum áhrifa loftlagsbreytinga á hafstrauma og fiskimið. Réttindi barnanna Börnin okkar eiga rétt á því að við hugsum um þeirra hag og látum af eigingirni neysluhyggjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök, sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í öllu starfi. Samtökin vilja að tryggt sé að öll heimsins börn í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum. Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti milli heimshluta og einnig milli kynslóða til að komandi kynslóðir geti notið réttinda sinna, búið við öryggi og vernd og uppfyllt þarfir sínar, ekki síður en núlifandi kynslóðir. Til að jörðin verði áfram byggileg, þarf að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, minnka sóun, vinna gegn loftslagsbreytingum, vernda vistkerfi, vinna að jöfnuði í heiminum, gæta jafnræðis og uppræta fátækt. Jafnframt þarf að stunda lýðræðisleg vinnubrögð, efla þátttöku barna og ungmenna í samfélagsmálum og taka mið af fjölbreytileika samfélaga. Við höfum stuttan tíma, því miður. Barnaheill vilja hvetja stjórnvöld og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreytingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun