Golf

Abby Wambach stefnir hátt í golfinu

Wamback kom sá og sigraði á HM.
Wamback kom sá og sigraði á HM. Getty
Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skónna á hilluna í vikunni en hún er goðsögn í lifanda lífi vestanhafs eftir að hafa skorað 184 mörk í 255 landsleikjum fyrir Bandaríkin.

Hún fór einnig fyrir bandaríska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu fyrr á árinu en hún hyggur nú á að skipta fótboltanum út fyrir golfið.

Faðir Wamback er meðlimur í Oak Hill klúbbnum sem hefur oft haldið Ryder-bikarinn og hún hefur sést mikið á golfvellinum undanfarið.

Spurð út í golfáhugan þá segist hún einfaldlega elska golf.

Ég held að draumastarfið mitt væri að vera atvinnukona í golfi, ég væri mikið til í að vera nógu góð til þess að vinna við að spila golf. Veikleikarnir hjá mér eru upphafshöggin en ég mjög góð á flötunum.“

Wambach er ekki eina knattspyrnustjarnan sem dreymir um atvinnuferil í golfi en Jimmy Bullard, fyrrverandi leikmaður Wigan, Hull og Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur reynt fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin tvö ár.

Þá er Úkraínumaðurinn Andrei Schevchenko einnig öflugur kylfingur sem hefur fengið þátttökurétt í mótum á Áskorendamótaröðinni, þeirri sömu og Birgir Leifur Hafþórsson leikur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×