Opel GT á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 14:17 Opel Monza Concept. worldcarfans Hinn goðsagnarkenndi sportbíll Opel GT er líklega þekktasti eini bíll Opel. Hann var framleiddur á árunum 1968 til 1973 og svo aftur 2007 til 2009. Nú greinir Autobild frá því að Opel ætla að kynna nýjan Opel GT á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Þessi smíði bílsins er víst gæluverkefni forstjóra Opel, Karl-Thomas Neumann. Opel GT verður byggður á nýrri kynslóð Astra bílsins þó svo útlitið verði gerólíkt og ennþá sportlegra, sem eðilegt má þykja. Framendi bílsins á víst að vera undir áhrifum frá Opel Monza Cocept tilraunbílnum og með stórt grill og lítil aðalljós. Bíllinn verður aðeins fyrir 4 farþega, með 2+2 fyrirkomulagi. Nýlega birtist myndskeið frá Opel þar sem forstjórinn greinir frá árinu sem er að líða og gjuggar aðeins inní framtíðina og þar lætur hann hafa eftir sér að á bílasýningunni í Genf muni Opel sýna spennandi bíl sem hann vonar að gestir verði jafn spenntir fyrir og hann sé nú. Auðveldlega má geta sér til að þar sé hann að vitna í Opel GT og vonandi er það svo, því þarna mun vafalaust fara spennandi bíll. Opel GT á víst að fara í sölu árið 2018 og kosta um 25.000 evrur, eða 3,5 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir bíl sem líklega verður með 295 hestafla vél, en eitthvað dýrari yrði hann kominn hingað til lands.Opel GT árgerð 1973. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent
Hinn goðsagnarkenndi sportbíll Opel GT er líklega þekktasti eini bíll Opel. Hann var framleiddur á árunum 1968 til 1973 og svo aftur 2007 til 2009. Nú greinir Autobild frá því að Opel ætla að kynna nýjan Opel GT á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Þessi smíði bílsins er víst gæluverkefni forstjóra Opel, Karl-Thomas Neumann. Opel GT verður byggður á nýrri kynslóð Astra bílsins þó svo útlitið verði gerólíkt og ennþá sportlegra, sem eðilegt má þykja. Framendi bílsins á víst að vera undir áhrifum frá Opel Monza Cocept tilraunbílnum og með stórt grill og lítil aðalljós. Bíllinn verður aðeins fyrir 4 farþega, með 2+2 fyrirkomulagi. Nýlega birtist myndskeið frá Opel þar sem forstjórinn greinir frá árinu sem er að líða og gjuggar aðeins inní framtíðina og þar lætur hann hafa eftir sér að á bílasýningunni í Genf muni Opel sýna spennandi bíl sem hann vonar að gestir verði jafn spenntir fyrir og hann sé nú. Auðveldlega má geta sér til að þar sé hann að vitna í Opel GT og vonandi er það svo, því þarna mun vafalaust fara spennandi bíll. Opel GT á víst að fara í sölu árið 2018 og kosta um 25.000 evrur, eða 3,5 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir bíl sem líklega verður með 295 hestafla vél, en eitthvað dýrari yrði hann kominn hingað til lands.Opel GT árgerð 1973.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent