Valencia vann sinn fyrsta leik undir stjórn Gary Neville þegar liðið bar sigurorð af C-deildarliði Barakaldo, 2-0, í seinni leik liðanna í spænsku bikarkeppninnar í kvöld.
Valencia vann fyrri leikinn á heimavelli Barakaldo, 1-3, og einvígið samanlagt 5-1.
Santi Mina kom Valencia yfir á 8. mínútu og eftir rúman hálftíma tvöfaldaði Álvaro Negredo forystuna og úrslitin þar með ráðin.
Þetta var þriðji leikur Valencia undir stjórn Neville sem tók við starfinu í byrjun mánaðarins. Áður hafði liðið tapað fyrir Lyon í Meistaradeild Evrópu og gert jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni.
Fyrsti sigurinn í hús hjá Neville
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn