Juventus hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og í kvöld tryggði liðið sér sæti í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar með stórsigri, 4-0, á nágrönnum sínum í Torino.
Juventus, sem hefur unnið sex leiki í röð í ítölsku úrvalsdeildinni, átti ekki miklum vandræðum í borgarslagnum á Juventus Stadium í kvöld.
Simone Zaza nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel og skoraði tvö mörk áður en hann fór af velli á 53. mínútu.
Í hans stað kom Argentínumaðurinn Paolo Dybala og hann kom Juventus í 3-0 á 73. mínútu með sínu 10. marki á tímabilinu. Það var svo Paul Pogba sem gulltryggði sigur Juventus þegar hann skorað fjórða markið átta mínútum fyrir leikslok.
Juventus, sem er ríkjandi bikarmeistari, mætir annað hvort Lazio eða Udinese í 8-liða úrslitunum.
