Porsche Boxster og Cayman fá 2,0 og 2,5 lítra vélar Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 10:20 Porsche 718 Boxster og Cayman sitthvoru megin við gamla 718 bílinn. worldcarfans Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent
Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent