Ekki sama bankakerfi og fyrir hrun? Skjóðan skrifar 16. desember 2015 09:00 Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira