Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Atli Viðar Thorstensson, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, fer yfir það sem betur mætti fara hjá stofnuninni. vísir/vilhelm „Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli. Flóttamenn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli.
Flóttamenn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira