Unnið eftir ósamþykktri áætlun Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Samgönguáætlun fór til þings í lok maí á síðasta þingi en ekki náðist að samþykkja hana. Því er í raun engin samgönguáætlun í gildi. Meirihluti fjárlaganefndar vinnur samt sem áður eftir þeirri áætlun. Fréttablaðið/Vilhelm Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“ Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira