Napoli og Roma gerðu markalaust jafntefli í 16. umferð ítölsku knattspyrnunnar í dag. Napoli er því fjórum stigum á eftir toppliði Internazionale.
Þetta var mjög fjörugur leikur þrátt fyrir markaleysið og með hreinum ólíkindum að boltinn fór ekki í markið.
Liðsmenn Napoli fengu fjölda færa til að skora í þessum leik. Marek Hamsík fékk tvö bestu færin, fyrst skaut hann framhjá en svo varði Wojciech Szczesny frá honum.
Daniele De Rossi skoraði mark fyrir Roma undir lok leiksins en markið var dæmt af. Dómari leiksins taldi að boltinn hefði farið útaf vellinum í aðdragandanum.
Napoli hafði fyrir leikinn skoraði 49 mörk í 20 leikjum í öllum keppnum en þurfti að sætta sig við markaleysi og tvö töpuð stig.
Eftir að Napoli vann 2-1 sigur í toppslagnum við Internazionale í lok nóvember hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum.
Internazionale er aftur á móti með fullt hús stiga í leikjunum eftir tapið sem hefur skilað liðinu fjögurra stiga forskot á Napoli á toppi ítölsku A-deildarinnar.
