Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. desember 2015 12:00 Baráttan um sæti hjá Manor harðnar. Vísir/Getty Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. Haryanto endaði fjórði í stigakeppni ökumanna í GP2 mótaröðinni, sem er kappaksturinn sem flestir ökumenn keppa í áður en þeir koma í Formúlu 1. Mikil barátta hefur verið um laus sæti í Formúlu 1 liðum fyrir næsta ár. Stoffel Vandoorne, sem vann GP2 mótaröðina lenti einungis þróunarökumannssæti hjá McLaren.Jolyon Palmer sem varð meistari í GP2 árið 2014 náði í laust sæti hjá Lotus liðinu, sem verður Renault, eftir að hafa verið þróunarökumaður þar í eitt ár. Í bréfinu segist ríkisstjórnin reiðubúin að greiða 15 milljónir evra til liðsins ef Haryanto á fast ökumannssæti hjá liðinu út næsta tímabil. 15 milljónir evra eru rétt rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. „Eftir viðræður við Rio Haryanto og umboðsmenn hans, er okkur mikil ánægja að tilkynna að ráðuneyti æskulýðs- og íþróttamála í lýðveldinu Indónesíu vill tryggja greiðslu 15 milljóna evra, fái Rio Haryanto að keppa árið 2016 í Formúlu 1 með Manor F1 liðinu,“ segir í bréfinu. „Greiðslurnar munu koma í skiptum fyrir auglýsingapláss á keppnisbílum og keppnisbúningum ásamt því að liðið tekur þátt í viðburðum til að auglýsa Indónesíu og tengd fyrirtæki,“ segir enn frekar í bréfinu. Margir ökumenn vonast til þess að tryggja sér sæti hjá Manor F1. Liðið hefur enn ekki tilkynnt hvaða ökumenn munu aka fyrir liðið, bæði sætin eru laus en vonir Haryanto hafa aukist til muna. Aðrir ökumenn sem vilja fá tækifæri hjá liðinu eru til að mynda Pascal Wehrlein, þróunarökumaður Mercedes og DTM meistari í ár. Ásamt honum vilja Will Stevens, Roberto Merhi og Alexander Rossi næla í sæti. Þrír síðastnefndu óku fyrir liðið í ár. Stevens ók í öllum keppnum tímabilsins en Merhi og Rossi skiptu þátttöku í keppnum á milli sín. Formúla Tengdar fréttir Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016 Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél. 11. desember 2015 22:00 Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð. 1. desember 2015 23:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. Haryanto endaði fjórði í stigakeppni ökumanna í GP2 mótaröðinni, sem er kappaksturinn sem flestir ökumenn keppa í áður en þeir koma í Formúlu 1. Mikil barátta hefur verið um laus sæti í Formúlu 1 liðum fyrir næsta ár. Stoffel Vandoorne, sem vann GP2 mótaröðina lenti einungis þróunarökumannssæti hjá McLaren.Jolyon Palmer sem varð meistari í GP2 árið 2014 náði í laust sæti hjá Lotus liðinu, sem verður Renault, eftir að hafa verið þróunarökumaður þar í eitt ár. Í bréfinu segist ríkisstjórnin reiðubúin að greiða 15 milljónir evra til liðsins ef Haryanto á fast ökumannssæti hjá liðinu út næsta tímabil. 15 milljónir evra eru rétt rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. „Eftir viðræður við Rio Haryanto og umboðsmenn hans, er okkur mikil ánægja að tilkynna að ráðuneyti æskulýðs- og íþróttamála í lýðveldinu Indónesíu vill tryggja greiðslu 15 milljóna evra, fái Rio Haryanto að keppa árið 2016 í Formúlu 1 með Manor F1 liðinu,“ segir í bréfinu. „Greiðslurnar munu koma í skiptum fyrir auglýsingapláss á keppnisbílum og keppnisbúningum ásamt því að liðið tekur þátt í viðburðum til að auglýsa Indónesíu og tengd fyrirtæki,“ segir enn frekar í bréfinu. Margir ökumenn vonast til þess að tryggja sér sæti hjá Manor F1. Liðið hefur enn ekki tilkynnt hvaða ökumenn munu aka fyrir liðið, bæði sætin eru laus en vonir Haryanto hafa aukist til muna. Aðrir ökumenn sem vilja fá tækifæri hjá liðinu eru til að mynda Pascal Wehrlein, þróunarökumaður Mercedes og DTM meistari í ár. Ásamt honum vilja Will Stevens, Roberto Merhi og Alexander Rossi næla í sæti. Þrír síðastnefndu óku fyrir liðið í ár. Stevens ók í öllum keppnum tímabilsins en Merhi og Rossi skiptu þátttöku í keppnum á milli sín.
Formúla Tengdar fréttir Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016 Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél. 11. desember 2015 22:00 Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð. 1. desember 2015 23:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016 Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél. 11. desember 2015 22:00
Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð. 1. desember 2015 23:30