Getur verið besti Minecraft-spilari í heiminum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2015 10:45 Skemmtilegustu námsgreinarnar í skólanum eru forritun og enska, að mati Ólafs Arnar. Fréttablaðið/Vilhelm Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema. Krakkar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema.
Krakkar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira