Skemmtileg myndbönd eiga eftir að renna í gegnum spilarann hér að neðan og gefa lesendum Lífsins innsýn inn í líf Gunnars Nelson fyrir bardagann.
Brasilíumaðurinn Maia mætir Gunnari í búrinu á laugardaginn, en þessi þrautreyndi bardagakappi er í sjötta sæti á styrkleikalista veltivigtarinar í UFC. Gunnar er í 12. sæti.
Það sem þarf að gera er að hala niður Watchbox smáforritinu í snjallsímann. Síðan þarf að elta #teamGunni og þá ertu með.
Ef þú vilt deila þinni sögu þá ýtir maður á myndavélina í hægra horninu, tekur upp einhverja snilld, hakar í #teamGunni og eftir það fara þín myndbönd inn í sameiginlega sögu allra. Góður vettvangur til að búa til stórt og mikið myndband frá öllum vígstöðum á landinu. Mikil umfjöllun er um Gunnar Nelson vestanhafs og er mikið fylgdarlið með honum í Vegas. Myndbönd frá þeim eiga eftir að renna inni í spilarann hér að neðan næstu daga.