Píratar og kirkjuheimsóknir Halldór Auðar Svansson skrifar 11. desember 2015 07:00 Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata um verndun friðhelgi einkalífs fólks. Þetta eru auðvitað erfið mál og ekki einföld, þegar takast á mismunandi skoðanir foreldra á því hvað á að felast í skólastarfi. Skólar eru opinberar stofnanir sem börn eru skylduð til að vera í og þess vegna er stöðugt leitast við að haga starfi þeirra með þeim hætti að sem allra flestum sé gert til geðs. Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum alveg til geðs en samráð og virðing fyrir mismunandi skoðunum eru afskaplega mikilvæg þegar kemur að skólum. Það er stór hópur foreldra og barna sem finnst kirkjuheimsóknir óþægilegar, algjörlega óháð því hvort öll börn eru skylduð til að fara með eða ekki. Það má hæglega færa rök fyrir því að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að gera grein fyrir sínum lífsskoðunum með því að aðgreina sig frá hópnum. Lífsskoðanir og trúarskoðanir eru meðal þess sem stendur fólki hvað næst og eru því sérlega viðkvæm fyrir því að opinberir aðilar séu að hræra í þeim. Þessar skoðanir skipta miklu máli á meðan þeir foreldrar sem vilja kirkjuheimsóknirnar tapa varla svo miklu á því að skólarnir sinni ekki þessu hlutverki, þar sem hverjum og einum er eftir sem áður fullfrjálst að stunda það trúarlíf með sínum börnum sem viðkomandi sýnist. Lending Pírata í þessu er því, allavega að sinni, sú að hvetja til þess að skólar gæti hlutleysis og láti foreldrum þessi mál eftir sjálfum. Þetta er ein leið. Önnur væri mögulega að fara alla leið með að opna skólastarfið alveg fyrir því að börn væru kynnt fyrir mismunandi lífsskoðunum en það yrði þá að gera það af fullri alvöru og skipulega þannig að þetta snúist ekki leynt og ljóst í raun bara um þjóðkirkjuna og skoðanir fólks á henni. Úr takt við þjóðina? Sumir hafa brugðist við þessum rökum með því að halda því fram að með því að skólabörn fari í heimsókn í kirkju sé ekki verið að lýsa yfir trúarskoðunum þeirra í sjálfu sér heldur einungis verið að haga hlutunum í samræmi við „þjóðartrúna“. Með þessu er skoðunum þeirra sem ekki aðhyllast þessa „þjóðartrú“ sýnt gríðarlegt skeytingarleysi og með því kristallast eiginlega vandamálið sem er verið að reyna að taka á í hnotskurn. Við erum vissulega með stjórnarskrárbundna þjóðkirkju en samt með stóran hóp fólks sem kærir sig lítið eða ekkert um hana. Það er afskaplega særandi fyrir þann hóp að þurfa stöðugt að sitja undir tali um að það sé úr takti við það sem „þjóðin“ stendur fyrir. Við erum hreinlega ekki með þjóðartrú í þeim skilningi að allir aðhyllist hana og trú fólks er bara ekki það sama og einhver stofnun, alveg sama hversu stofnanavædd trúarbrögðin eru. Trú er í fólki en ekki stofnunum, það er einkalíf þess sem opinberir aðilar eiga ekkert með að seilast inn í. Í því að horfast í augu við þessa staðreynd felst í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir þjóðkirkjunni, kristni eða trúarbrögðum. Í þessu felst ekki heldur að fólk eigi bara að halda trúnni fyrir sig og ekki ræða hana opinberlega, líkt og sumir virðast halda. Þetta snýst um hvar á að draga mörkin þegar opinberir aðilar (ríki og ríkisstofnanir) eru annars vegar. Það er ekkert í eðli þjóðkirkju sem kallar nauðsynlega á að starf hennar sé fléttað saman við starf opinberra skóla sem öll börn eru skyldug til að stunda. Að jaðarsetja þá Íslendinga sem finnst eitthvað athugavert við þetta og vísa til þess að við séum nú „kristin þjóð“ er engin leið til að ná sáttum um þessi mál. Að gefnu tilefni er líka rétt að taka fram að það er líka léleg leið að hnýta í kristnina, að tala eins og hún sé vandamálið frekar en að þetta snúist hreinlega um mismunandi skoðanir á því hvert hlutverk þjóðkirkju á að vera, eða jafnvel á því hvort það á að vera þjóðkirkja yfirhöfuð. Að hver og einn sinni sínu trúarlífi (eða trúleysislífi) en viðurkenni jafnframt fjölbreytileikann og sýni skoðunum annarra virðingu er þá vænlegri leið. Gleðileg jól.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun