„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2015 11:17 Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. „Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
„Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn.
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent