Benz ásakar verkfræðing um stuld fyrir Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:35 Mercedes Benz Formúlu 1 bíll í keppni. Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent
Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent