Nýr Land Rover Discovery Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 12:43 Sjá má að mýkri línur fara nú um nýjan Discovery. motor1.com Land Rover mun kynna nýja kynslóð Discovery jeppans fljótlega á næsta ári og kemur hann þá af fimmtu kynslóð. Bíllinn verður talsvert léttari en forverinn og fær sama undirvagn og Range Rover og Range Rover Sport. Nýr Discovery verður enn meiri lúxusvagn en núverandi bíll og slagar hátt í íburðinn í Range Rover bílunum. Hann verður áfram boðinn 7 manna og sem fyrr mjög rúmgóður bíll. Ytra útlit bílsins er undir miklum áhrifum Discovery Vision Concept tilraunabílsins sem Land Rover kynnti í fyrra og er með mýkri línum en sjást í núverandi gerð Discovery. Land Rover hefur endurnýjað 3,0 lítra SDV6 dísilvélina og hún verður hvort í senn eyðslugrennri og öflugri en áður. Land Rover mun áfram bjóða óbreyttan Discovery Sport bíl, en ekki er svo langt síðan hann kom í núverandi mynd. Fyrirtækið ætlar síðan að bjóða enn minni bíl en Discovery Sport, bíl sem myndi þá teljast til jepplinga. Eitthvað lengri bið verður eftir honum en þessari nýju gerð fullvaxins Discovery. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Land Rover mun kynna nýja kynslóð Discovery jeppans fljótlega á næsta ári og kemur hann þá af fimmtu kynslóð. Bíllinn verður talsvert léttari en forverinn og fær sama undirvagn og Range Rover og Range Rover Sport. Nýr Discovery verður enn meiri lúxusvagn en núverandi bíll og slagar hátt í íburðinn í Range Rover bílunum. Hann verður áfram boðinn 7 manna og sem fyrr mjög rúmgóður bíll. Ytra útlit bílsins er undir miklum áhrifum Discovery Vision Concept tilraunabílsins sem Land Rover kynnti í fyrra og er með mýkri línum en sjást í núverandi gerð Discovery. Land Rover hefur endurnýjað 3,0 lítra SDV6 dísilvélina og hún verður hvort í senn eyðslugrennri og öflugri en áður. Land Rover mun áfram bjóða óbreyttan Discovery Sport bíl, en ekki er svo langt síðan hann kom í núverandi mynd. Fyrirtækið ætlar síðan að bjóða enn minni bíl en Discovery Sport, bíl sem myndi þá teljast til jepplinga. Eitthvað lengri bið verður eftir honum en þessari nýju gerð fullvaxins Discovery.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent