Jenson Button skilinn Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:47 Jenson Button og Jessica Michibata meðan allt lék í lyndi. Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent
Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent