Þetta verður allt í lagi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. desember 2015 10:15 Á meðan sumir stóðu í biðröð til þess að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina nenntu aðrir ekkert að pæla í henni. Svo er það þriðji hópurinn. „Ég hef ekki séð eina einustu Star Wars–mynd,“ segja þau stolt eins og um mikið afrek sé að ræða. Eins og það sé almennt erfiðara að sleppa því að gera hluti en að gera þá. Ég myndi kannski dást að sjálfsstjórninni ef montið snerist um að hafa aldrei tekið smók af sígarettu eða hafa aldrei sleppt því að mæta í ræktina, en að hafa ekki séð einhverjar bíómyndir er ekki afrek. Einu sinni sagði ég hverjum sem heyra vildi að ég hefði aldrei heyrt í tónlistarmanninum Mika. Hann var í þá daga afar vinsæll söngvari og þótti mörgum það merkilegt að tónlist þessa líbanskættaða látúnsbarka hefði aldrei orðið á vegi mínum. Það sem mig samt raunverulega langaði að koma á framfæri var það að ég hlustaði sko ekki á fjöldaframleitt Effemm-sorp. Að lokum hvarf Mika sporlaust ásamt Lukas Rossi, Sum 41 og öllum MiniDisc-spilurum sem framleiddir hafa verið í heiminum, en fólk er ennþá að monta sig af því að hafa ekki heyrt eitthvað eða séð eitthvað. „Ég held ég geti ekki nefnt eitt einasta lag með Justin Bieber,“ heyrðist í mörgum þegar fregnir bárust af komu hans til landsins. Eins og það að Gunni gröfukall í Grafarvogi hafi ekki heyrt í honum geri Bieber að undirmálsmanni. Að Bieber geti nú ekki verið það merkilegur fyrst hann hefur aldrei náð til eyrna hans. En Gunni er bara hræddur við að vera orðinn gamall og „át of tödds“. Bieber er ógn í hans augum. Þess vegna skaltu, næst þegar einhver segir þér að hann hafi ekki séð eina einustu Star Wars-mynd, faðma hann og segja: „Þetta verður allt í lagi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Á meðan sumir stóðu í biðröð til þess að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina nenntu aðrir ekkert að pæla í henni. Svo er það þriðji hópurinn. „Ég hef ekki séð eina einustu Star Wars–mynd,“ segja þau stolt eins og um mikið afrek sé að ræða. Eins og það sé almennt erfiðara að sleppa því að gera hluti en að gera þá. Ég myndi kannski dást að sjálfsstjórninni ef montið snerist um að hafa aldrei tekið smók af sígarettu eða hafa aldrei sleppt því að mæta í ræktina, en að hafa ekki séð einhverjar bíómyndir er ekki afrek. Einu sinni sagði ég hverjum sem heyra vildi að ég hefði aldrei heyrt í tónlistarmanninum Mika. Hann var í þá daga afar vinsæll söngvari og þótti mörgum það merkilegt að tónlist þessa líbanskættaða látúnsbarka hefði aldrei orðið á vegi mínum. Það sem mig samt raunverulega langaði að koma á framfæri var það að ég hlustaði sko ekki á fjöldaframleitt Effemm-sorp. Að lokum hvarf Mika sporlaust ásamt Lukas Rossi, Sum 41 og öllum MiniDisc-spilurum sem framleiddir hafa verið í heiminum, en fólk er ennþá að monta sig af því að hafa ekki heyrt eitthvað eða séð eitthvað. „Ég held ég geti ekki nefnt eitt einasta lag með Justin Bieber,“ heyrðist í mörgum þegar fregnir bárust af komu hans til landsins. Eins og það að Gunni gröfukall í Grafarvogi hafi ekki heyrt í honum geri Bieber að undirmálsmanni. Að Bieber geti nú ekki verið það merkilegur fyrst hann hefur aldrei náð til eyrna hans. En Gunni er bara hræddur við að vera orðinn gamall og „át of tödds“. Bieber er ógn í hans augum. Þess vegna skaltu, næst þegar einhver segir þér að hann hafi ekki séð eina einustu Star Wars-mynd, faðma hann og segja: „Þetta verður allt í lagi.“
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun