Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 07:16 Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun