Jólamaturinn í vaskinn: „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 11:13 Dagmar ætlaði að eld hátíðarkjúkling en í pakkanum reyndist vera venjulegur kjúklingur. Vísir Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015 Jólafréttir Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira
Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015
Jólafréttir Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira