HEKLA afhendir þrjú þúsundasta bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 18:30 Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, Sæmundur Bæringsson, söluráðgjafi Skoda ásamt Þórði Björnssyni, Lísbet Alexandersdóttur og syni þeirra. í dag, Þorláksmessu, afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1.300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti. „Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent
í dag, Þorláksmessu, afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1.300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti. „Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent