Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Anne Helen Lindsay eigandi búðarinnar segir marga Íslendinga sem? safna jóladóti koma árlega. Fréttablaðið/GVA „Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“ Jólafréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“
Jólafréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira