Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 30-27 | Reykjavíkurslagur í úrslitunum Kristinn Páll Teitsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2015 18:15 Morgan Marie Þorkelsdóttir fór á kostum. vísir/ernir Valskonur bókuðu sæti sitt í úrslitum deildarbikarsins í kvennaflokki með þriggja marka sigri á ÍBV í afar kaflaskiptum leik í dag en Eyjakonum tókst ekki að stöðva Morgan né Kristínu í liði Vals í dag. Var þetta seinni leikur í undanúrslitum Flugfélag Íslands deildarbikar kvenna í handbolta en fyrr um daginn komst Fram í úrslitaleikinn eftir eins marka sigur á Gróttu.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Strandgötu í dag og tók myndirnar sem fylgja með umfjölluninni. Valskonur unnu sannfærandi ellefu marka sigur í leik liðanna í Olís-deildinni í október og miðað við upphafsmínútur leiksins áttu eflaust margir von á öðrum öruggum sigri Valskvenna. Léku þær á alls oddi fyrstu sautján mínútur leiksins og komust 9-2 yfir en í markinu var Berglind Íris Hansdóttir í miklu stuði og var með 75% markvörslu um tíma. Þá gekk sóknarleikur liðsins vel, markvarslan leiddi til hraðaupphlaupa og fengu Valskonur auðveld mörk. Þá virtist eitthvað vekja Eyjakonur til lífsins sem settu í lás í varnarleiknum og hófu að saxa á forskot Vals. Komu átta mörk frá ÍBV í röð sem fékk ekki á sig mark í ellefu mínútur og leiddu Eyjakonur skyndilega 10-9. Valsliðinu tókst að ná forskotinu aftur skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Eyjakonum tókst að jafna aftur metin og fóru liðin inn í hálfleikinn jöfn, 11-11. Seinni hálfleikurinn var líkt og sá fyrri, kaflaskiptur, en liðin skiptust á ágætis rispum og forskotinu fyrri hluta seinni hálfleiks. ÍBV náði mest tveggja marka forskoti á 9. mínútu en þá tóku Valskonur aftur öll völd og skoruðu næstu sex mörk og náðu fjögurra marka forskoti en þær héldu forskotinu það sem eftir lifði leiksins. Mest fór munurinn upp í sex mörk en Eyjakonum tókst aðeins að klóra í bakkann og minnka muninn áður en leiknum lauk. Fór svo að Valur vann þriggja marka sigur og bókaði sæti sitt í úrslitum en þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2012 sem Valur og Fram mætast í úrslitum í kvennaflokki. Morgan Marie Þorkelsdóttir var hreinilega óstöðvandi í liði Vals í dag en hún skoraði ellefu mörk úr aðeins tíu skotum og þá bætti Kristín Guðmundsdóttir við tíu mörkum. Í markinu stóð Berglind Íris Hansdóttir vakt sína vel og varði alls 22 skot, 45% markvarsla en hinumegin varði Erla Rós Sigmarsdóttir 13 skot, 30% markvarsla. Í liði ÍBV var það Díana Dögg Magnúsdóttir sem var atkvæðamest með níu mörk en Vera Lopes kom næst með sex mörk. Kristín: Skemmtilegra að spila leiki en að æfa „Þetta var mjög kaflaskipt en bæði lið léku vel að mínu mati. Bæði lið eru að reyna að komast aftur á fullt fyrir deildarkeppnina og spilamennskan var bara nokkuð góð,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sátt að leikslokum. Þetta var fyrsti leikur liðanna í sex vikur en Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti. „Þetta var ekkert erfitt að mínu mati, mér finnst skemmtilegra að spila en að æfa. Það eru svo skemmtileg og jöfn lið í deildinni að það er alltaf jafn gaman að koma út á völl,“ sagði Kristín og bætti við: „Við byrjuðum þetta hrikalega vel og það var svekkjandi að missa það niður en hálfleikstölurnar gáfu kannski betri mynd hversu jöfn liðin eru. Eyjakonur eru búnar að vera í fríi og því eðlilegt að það taki þær smá tíma að komast í gang.“ Eftir að hafa komist 9-2 yfir komu átta mörk í röð frá ÍBV um miðbik fyrri hálfleiks. „Við hættum að skjóta. Ég og Morgan vorum að hitta vel og kerfin voru að ganga upp framan af en við fórum að gera einhverja aðra hluti. Þetta var svolítið stöngin-út á þeim kafla.“ Valur mætir Fram í úrslitunum á morgun en þessi lið mættust oft í úrslitum hér á árum áður. „Þessi lið mættust oft í úrslitum og ég er spennt fyrir leiknum á morgun. Það er alltaf gaman að mæta Fram og Stefáni og þessi lið eiga margt sameiginleg svo vonandi verður þetta bara hörkuleikur,“ sagði Kristín. Hrafnhildur: Hélt að þetta væri að fara út í einhverja vitleysu„Það er alltaf leiðinlegt að tapa en ég lýg því ekki að ég var ekki mjög bjartsýn fyrir þennan leik,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, hreinskilin að leik loknum í dag. „Maður ætlar alltaf að vinna en við erum ekkert búnar að æfa í desember og við mætum eiginlega bara beint í leikinn eftir jólasteikina. Það sást kannski á upphafsmínútunum.“ Erlendu leikmenn ÍBV eru nýkomnir til landsins á ný en liðið lék enga æfingarleiki í fríinu. „Þessi leikur var ótrúlega mikilvægur fyrir okkur, það eru tvær vikur í næsta deildarleik og við höfum ekki fengið marga æfingarleiki út í Vestmannaeyjum eins og liðin hérna í bænum. Ég var síðast með allt liðið mitt saman 8. desember og fyrir vikið er ég bara ánægð að fá þennan leik.“ Eyjakonur mættu hægar til leiks og náðu Valskonur sjö marka forskoti strax á upphafsmínútum leiksins. „Við náðum ekki að setja neitt upp fyrir þennan leik og gátum ekki lagt upp neina taktík nema rétt á töflunni áðan. Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar þær komust yfir í upphafi leiks að maður væri að fara í einhverja svona vitleysu,“ sagði Hrafnhildur sem hrósaði viðhorfi leikmanna sinna. „Það var frábært hjá þeim að ná að gera leik úr þessu en þetta var allt of auðvelt fyrir Valsliðið í seinni hálfleik. Þær fengu alltof góð færi.“ Hrafnhildur hafði áhyggjur af því að annan leikinn í röð áttu Eyjakonur í erfiðleikum með að stöðva Morgan Marie, Kristínu og Írisi. „Þær eru með um 80% mörkum liðsins í dag, rétt eins og í leiknum gegn okkur í deildinni og það er áhyggjuefni að þær séu að klára okkur tvo leiki í röð. Við þurfum að gæta þess að þetta gerist ekki aftur.“ Morgan: Frábær sigur„Þetta var auðvitað bara frábær sigur eftir alla þessa pásu,“ sagði Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals, glöð að leikslokum. Morgan átti sjálf stórleik í liði Vals en hún var markahæst með ellefu mörk úr aðeins tólf skotum. „Þetta var besti leikur minn í meistaraflokk, ég held að ég hafi aldrei skorað jafn mörg mörk í leik. Ég get ekki verið annað en stolt.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Valskonur bókuðu sæti sitt í úrslitum deildarbikarsins í kvennaflokki með þriggja marka sigri á ÍBV í afar kaflaskiptum leik í dag en Eyjakonum tókst ekki að stöðva Morgan né Kristínu í liði Vals í dag. Var þetta seinni leikur í undanúrslitum Flugfélag Íslands deildarbikar kvenna í handbolta en fyrr um daginn komst Fram í úrslitaleikinn eftir eins marka sigur á Gróttu.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Strandgötu í dag og tók myndirnar sem fylgja með umfjölluninni. Valskonur unnu sannfærandi ellefu marka sigur í leik liðanna í Olís-deildinni í október og miðað við upphafsmínútur leiksins áttu eflaust margir von á öðrum öruggum sigri Valskvenna. Léku þær á alls oddi fyrstu sautján mínútur leiksins og komust 9-2 yfir en í markinu var Berglind Íris Hansdóttir í miklu stuði og var með 75% markvörslu um tíma. Þá gekk sóknarleikur liðsins vel, markvarslan leiddi til hraðaupphlaupa og fengu Valskonur auðveld mörk. Þá virtist eitthvað vekja Eyjakonur til lífsins sem settu í lás í varnarleiknum og hófu að saxa á forskot Vals. Komu átta mörk frá ÍBV í röð sem fékk ekki á sig mark í ellefu mínútur og leiddu Eyjakonur skyndilega 10-9. Valsliðinu tókst að ná forskotinu aftur skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Eyjakonum tókst að jafna aftur metin og fóru liðin inn í hálfleikinn jöfn, 11-11. Seinni hálfleikurinn var líkt og sá fyrri, kaflaskiptur, en liðin skiptust á ágætis rispum og forskotinu fyrri hluta seinni hálfleiks. ÍBV náði mest tveggja marka forskoti á 9. mínútu en þá tóku Valskonur aftur öll völd og skoruðu næstu sex mörk og náðu fjögurra marka forskoti en þær héldu forskotinu það sem eftir lifði leiksins. Mest fór munurinn upp í sex mörk en Eyjakonum tókst aðeins að klóra í bakkann og minnka muninn áður en leiknum lauk. Fór svo að Valur vann þriggja marka sigur og bókaði sæti sitt í úrslitum en þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2012 sem Valur og Fram mætast í úrslitum í kvennaflokki. Morgan Marie Þorkelsdóttir var hreinilega óstöðvandi í liði Vals í dag en hún skoraði ellefu mörk úr aðeins tíu skotum og þá bætti Kristín Guðmundsdóttir við tíu mörkum. Í markinu stóð Berglind Íris Hansdóttir vakt sína vel og varði alls 22 skot, 45% markvarsla en hinumegin varði Erla Rós Sigmarsdóttir 13 skot, 30% markvarsla. Í liði ÍBV var það Díana Dögg Magnúsdóttir sem var atkvæðamest með níu mörk en Vera Lopes kom næst með sex mörk. Kristín: Skemmtilegra að spila leiki en að æfa „Þetta var mjög kaflaskipt en bæði lið léku vel að mínu mati. Bæði lið eru að reyna að komast aftur á fullt fyrir deildarkeppnina og spilamennskan var bara nokkuð góð,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sátt að leikslokum. Þetta var fyrsti leikur liðanna í sex vikur en Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti. „Þetta var ekkert erfitt að mínu mati, mér finnst skemmtilegra að spila en að æfa. Það eru svo skemmtileg og jöfn lið í deildinni að það er alltaf jafn gaman að koma út á völl,“ sagði Kristín og bætti við: „Við byrjuðum þetta hrikalega vel og það var svekkjandi að missa það niður en hálfleikstölurnar gáfu kannski betri mynd hversu jöfn liðin eru. Eyjakonur eru búnar að vera í fríi og því eðlilegt að það taki þær smá tíma að komast í gang.“ Eftir að hafa komist 9-2 yfir komu átta mörk í röð frá ÍBV um miðbik fyrri hálfleiks. „Við hættum að skjóta. Ég og Morgan vorum að hitta vel og kerfin voru að ganga upp framan af en við fórum að gera einhverja aðra hluti. Þetta var svolítið stöngin-út á þeim kafla.“ Valur mætir Fram í úrslitunum á morgun en þessi lið mættust oft í úrslitum hér á árum áður. „Þessi lið mættust oft í úrslitum og ég er spennt fyrir leiknum á morgun. Það er alltaf gaman að mæta Fram og Stefáni og þessi lið eiga margt sameiginleg svo vonandi verður þetta bara hörkuleikur,“ sagði Kristín. Hrafnhildur: Hélt að þetta væri að fara út í einhverja vitleysu„Það er alltaf leiðinlegt að tapa en ég lýg því ekki að ég var ekki mjög bjartsýn fyrir þennan leik,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, hreinskilin að leik loknum í dag. „Maður ætlar alltaf að vinna en við erum ekkert búnar að æfa í desember og við mætum eiginlega bara beint í leikinn eftir jólasteikina. Það sást kannski á upphafsmínútunum.“ Erlendu leikmenn ÍBV eru nýkomnir til landsins á ný en liðið lék enga æfingarleiki í fríinu. „Þessi leikur var ótrúlega mikilvægur fyrir okkur, það eru tvær vikur í næsta deildarleik og við höfum ekki fengið marga æfingarleiki út í Vestmannaeyjum eins og liðin hérna í bænum. Ég var síðast með allt liðið mitt saman 8. desember og fyrir vikið er ég bara ánægð að fá þennan leik.“ Eyjakonur mættu hægar til leiks og náðu Valskonur sjö marka forskoti strax á upphafsmínútum leiksins. „Við náðum ekki að setja neitt upp fyrir þennan leik og gátum ekki lagt upp neina taktík nema rétt á töflunni áðan. Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar þær komust yfir í upphafi leiks að maður væri að fara í einhverja svona vitleysu,“ sagði Hrafnhildur sem hrósaði viðhorfi leikmanna sinna. „Það var frábært hjá þeim að ná að gera leik úr þessu en þetta var allt of auðvelt fyrir Valsliðið í seinni hálfleik. Þær fengu alltof góð færi.“ Hrafnhildur hafði áhyggjur af því að annan leikinn í röð áttu Eyjakonur í erfiðleikum með að stöðva Morgan Marie, Kristínu og Írisi. „Þær eru með um 80% mörkum liðsins í dag, rétt eins og í leiknum gegn okkur í deildinni og það er áhyggjuefni að þær séu að klára okkur tvo leiki í röð. Við þurfum að gæta þess að þetta gerist ekki aftur.“ Morgan: Frábær sigur„Þetta var auðvitað bara frábær sigur eftir alla þessa pásu,“ sagði Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals, glöð að leikslokum. Morgan átti sjálf stórleik í liði Vals en hún var markahæst með ellefu mörk úr aðeins tólf skotum. „Þetta var besti leikur minn í meistaraflokk, ég held að ég hafi aldrei skorað jafn mörg mörk í leik. Ég get ekki verið annað en stolt.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira