Hólmfríður vildi prófa eitthvað nýtt en svarið var nei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 08:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir fær ekki að yfirgefa norska úrvalsdeildarliðið Avaldnes en hún hafði áhuga á því að losna undan síðasta ári samningsins. Hólmfríður átti mjög gott tímabil með Avaldnes sem náði sínum besta tímabili, varð í 2. sæti í bæði deild og bikar og komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn. Hólmfríður var valin besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hún skoraði 15 mörk í 23 leikjum í deild og bikar. „Ég hafði mikinn áhuga á því að breyta til. Nokkur lið á Íslandi og eitt í Bandaríkjunum sýndu mér áhuga og mér fannst ég þurfa nýja áskorun. Þetta verður fimmta tímabilið mitt hjá Avaldnes og ég hef gengið í gegnum ýmislegt þar, og sumt hefur verið erfitt andlega," sagði Hólmfríður í samtali við Víði Sigurðsson á Morgunblaðinu. Hólmfríður er 31 árs gömul og spilaði í haust sinn hundraðasta A-landsleik. Hún hefur spilað með Avaldnes frá 2012 en þegar hún byrjaði í liðinu þá lék það í b-deildinni. Nú er Avaldnes aftur á móti orðið eitt besta lið Noregs. „Ég er búin að taka út pirringinn sem þessu fylgdi og ætla mér að klára þetta síðasta tímabil hjá félaginu með stæl," sagði Hólmfríður í fyrrnefndu viðtali og metnaðurinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að þurfa að spila áfram með Avaldnes. „Ég stefni að því að gera betur en áður, og verð tilbúin í það þegar æfingar hefjast 12. Janúar,“ sagði Hólmfríður við Víði. Auk þess að spila með Avaldnes hefur Hólmfríður einnig leikið með danska liðinu Fortuna Hjørring, sænska liðinu Kristianstads DFF og bandaríska liðinu Philadelphia Independence. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir fær ekki að yfirgefa norska úrvalsdeildarliðið Avaldnes en hún hafði áhuga á því að losna undan síðasta ári samningsins. Hólmfríður átti mjög gott tímabil með Avaldnes sem náði sínum besta tímabili, varð í 2. sæti í bæði deild og bikar og komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn. Hólmfríður var valin besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hún skoraði 15 mörk í 23 leikjum í deild og bikar. „Ég hafði mikinn áhuga á því að breyta til. Nokkur lið á Íslandi og eitt í Bandaríkjunum sýndu mér áhuga og mér fannst ég þurfa nýja áskorun. Þetta verður fimmta tímabilið mitt hjá Avaldnes og ég hef gengið í gegnum ýmislegt þar, og sumt hefur verið erfitt andlega," sagði Hólmfríður í samtali við Víði Sigurðsson á Morgunblaðinu. Hólmfríður er 31 árs gömul og spilaði í haust sinn hundraðasta A-landsleik. Hún hefur spilað með Avaldnes frá 2012 en þegar hún byrjaði í liðinu þá lék það í b-deildinni. Nú er Avaldnes aftur á móti orðið eitt besta lið Noregs. „Ég er búin að taka út pirringinn sem þessu fylgdi og ætla mér að klára þetta síðasta tímabil hjá félaginu með stæl," sagði Hólmfríður í fyrrnefndu viðtali og metnaðurinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að þurfa að spila áfram með Avaldnes. „Ég stefni að því að gera betur en áður, og verð tilbúin í það þegar æfingar hefjast 12. Janúar,“ sagði Hólmfríður við Víði. Auk þess að spila með Avaldnes hefur Hólmfríður einnig leikið með danska liðinu Fortuna Hjørring, sænska liðinu Kristianstads DFF og bandaríska liðinu Philadelphia Independence.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Sjá meira