Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Justin Bieber er spenntur fyrir Íslandi. mynd/getty Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Sjá meira
Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Sjá meira