Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Justin Bieber er spenntur fyrir Íslandi. mynd/getty Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira
Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira