1.500 hestafla Mazda MX-5 Miata Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 15:35 Mazda MX-5 Miata að brenna gúmmíi. Venjuleg Mazda MX-5 Miata er 155 hestöfl og einstaklega skemmtilegur bíll og ári öflugur því hér er á ferðinni einkar smár bíll. En hvernig ætli hann sé ef afl hans er tífaldað? Það má sjá hér, því í þessum bíl er 26B rotary vél frá Mazda og hestöfl hennar orðin 1.500 með aðstoð tveggja fjögurra rótora og stórra forþjappa. Bíllinn var smíðaður með aðstoð vélarsérfræðinga Mazda og er hreint einstök kraftabomba. Þessi 26B rotary vél frá Mazda er með 2,6 lítra sprengirými og var til dæmis í bíl sem vann Le Mans þolaksturskeppnina og var fyrsti og eini bíllinn sem unnið hefur þá keppni með rotary vél. Í þeim bíl var hún 700 hestöfl. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig virkja má allt aflið og spæna upp dekkjunum í endalausu drifti á keppnisbraut. Myndskeiðið er með þeim flottari og aðeins 90 sekúndur, en eyða má hálfri mínútu ver en kíkja á þennan snemmbúna jólapakka. Bílar video Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent
Venjuleg Mazda MX-5 Miata er 155 hestöfl og einstaklega skemmtilegur bíll og ári öflugur því hér er á ferðinni einkar smár bíll. En hvernig ætli hann sé ef afl hans er tífaldað? Það má sjá hér, því í þessum bíl er 26B rotary vél frá Mazda og hestöfl hennar orðin 1.500 með aðstoð tveggja fjögurra rótora og stórra forþjappa. Bíllinn var smíðaður með aðstoð vélarsérfræðinga Mazda og er hreint einstök kraftabomba. Þessi 26B rotary vél frá Mazda er með 2,6 lítra sprengirými og var til dæmis í bíl sem vann Le Mans þolaksturskeppnina og var fyrsti og eini bíllinn sem unnið hefur þá keppni með rotary vél. Í þeim bíl var hún 700 hestöfl. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig virkja má allt aflið og spæna upp dekkjunum í endalausu drifti á keppnisbraut. Myndskeiðið er með þeim flottari og aðeins 90 sekúndur, en eyða má hálfri mínútu ver en kíkja á þennan snemmbúna jólapakka.
Bílar video Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent