Harrison Ford fær 76 sinnum hærri laun en mótleikarar Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2015 13:42 Framleiðendur nýju Star Wars myndanna töldu mjög mikilvægt að hafa Harrison Ford með í myndinni. Hér eru Ford ásamt leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams. Vísir/Getty Harrison Ford fær allt að 23 milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þátttöku sína í Star Wars: The Force Awakens. Þetta er 76 sinnum meira en bresku leikararnir Daisy Ridley og John Boyega, nýliðarnir í Star Wars seríunni, fá fyrir sinn leik. Mail on Sunday greinir frá því að Harrison Ford hafi fengið 16,7 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, auk 0,5 prósent af tekjum kvikmyndarinnar í sinn hlut fyrir leik sinn. Spáð er því að tekjur kvikmyndarinnar geti numið 1,3 milljörðum punda. Hann fékk einnig milljón pund, 194 milljónir íslenskar krónur, í skaðabætur þegar hann fótbrotnaði við tökur myndarinnar. Því gæti Harrison Ford fengið allt að 4,5 milljörðum króna fyrir myndina. Á sama tíma fá nýliðarnir 300 þúsund pund, jafnvirði 58 milljóna íslenskra króna, fyrir leik sinn í myndinni og brot af tekjum þegar þær fara yfir milljarð dollara. Heimildamaður frá Disney sagði blaðinu að Harrison væri lykillinn að því að láta kvikmyndina ganga upp. Gott var að fá Mark Hamill og Carrie Fisher aftur til leiks, en myndin hefði ekki gengið án Harrison Ford. Harrison Ford hefur heldur betur hækkað í launum frá því að hann lék í fyrstu kvikmyndinni árið 1977, þá fékk hann sjö þúsund pund, eða 1,4 milljón króna fyrir leik sinn. Star Wars Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Harrison Ford fær allt að 23 milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þátttöku sína í Star Wars: The Force Awakens. Þetta er 76 sinnum meira en bresku leikararnir Daisy Ridley og John Boyega, nýliðarnir í Star Wars seríunni, fá fyrir sinn leik. Mail on Sunday greinir frá því að Harrison Ford hafi fengið 16,7 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, auk 0,5 prósent af tekjum kvikmyndarinnar í sinn hlut fyrir leik sinn. Spáð er því að tekjur kvikmyndarinnar geti numið 1,3 milljörðum punda. Hann fékk einnig milljón pund, 194 milljónir íslenskar krónur, í skaðabætur þegar hann fótbrotnaði við tökur myndarinnar. Því gæti Harrison Ford fengið allt að 4,5 milljörðum króna fyrir myndina. Á sama tíma fá nýliðarnir 300 þúsund pund, jafnvirði 58 milljóna íslenskra króna, fyrir leik sinn í myndinni og brot af tekjum þegar þær fara yfir milljarð dollara. Heimildamaður frá Disney sagði blaðinu að Harrison væri lykillinn að því að láta kvikmyndina ganga upp. Gott var að fá Mark Hamill og Carrie Fisher aftur til leiks, en myndin hefði ekki gengið án Harrison Ford. Harrison Ford hefur heldur betur hækkað í launum frá því að hann lék í fyrstu kvikmyndinni árið 1977, þá fékk hann sjö þúsund pund, eða 1,4 milljón króna fyrir leik sinn.
Star Wars Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira