Bugatti Chiron í góðum félagsskap Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 13:29 Nýi ofurbíll Bugatti, Chiron er greinilega kominn á reynsluakstursstigið og sást um daginn í félagsskap nokkra af mestu ofurbílum heimsins. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hann við prufur ásamt litla bróður sínum, Bugatti Veyron, en einnig Porsche 918 Spyder, Lamborghini Huracán og BMW i8. Reyndar sjást tveir Chiron bílar fara á undan þeim hinum. Hvað þessir bílar eru að gera ásamt þessu kraftatrölli er óljóst, en þarna fer ein merkilegasta hersing bíla sem um getur og ekki vantar fjölda hestaflanna. Bugatti Chiron mun rækilega slá við forvera sínum, Bugatti Veyron, því hann er 1.500 hestöfl, með 1.500 Nm tog og er 2,3 sekúndur í hundraðið. Hámarkshraðinn er svo litlir 480 km/klst. Bugatti Chiron verður sýndur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, svo það er ekki langt þangað til að almenningur fær að sjá dýrðina með eigin augum. Framleiðsla Bugatti Chiron verður takmörkuð við 500 bíla og nú þegar er búið að leggja inn pantanir fyrir 100 þeirra. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
Nýi ofurbíll Bugatti, Chiron er greinilega kominn á reynsluakstursstigið og sást um daginn í félagsskap nokkra af mestu ofurbílum heimsins. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hann við prufur ásamt litla bróður sínum, Bugatti Veyron, en einnig Porsche 918 Spyder, Lamborghini Huracán og BMW i8. Reyndar sjást tveir Chiron bílar fara á undan þeim hinum. Hvað þessir bílar eru að gera ásamt þessu kraftatrölli er óljóst, en þarna fer ein merkilegasta hersing bíla sem um getur og ekki vantar fjölda hestaflanna. Bugatti Chiron mun rækilega slá við forvera sínum, Bugatti Veyron, því hann er 1.500 hestöfl, með 1.500 Nm tog og er 2,3 sekúndur í hundraðið. Hámarkshraðinn er svo litlir 480 km/klst. Bugatti Chiron verður sýndur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, svo það er ekki langt þangað til að almenningur fær að sjá dýrðina með eigin augum. Framleiðsla Bugatti Chiron verður takmörkuð við 500 bíla og nú þegar er búið að leggja inn pantanir fyrir 100 þeirra.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent