Fráfarandi forstjóri Volkswagen á launum út næsta ár Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 11:13 Martin Winterkorn. Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent