Blatter og Platini eru dæmdir fyrir stóra peningagreiðslu Blatter til Platini rétt fyrir forsetakosningar FIFA árið 2011.
Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann
Blatter mætti í höfuðstöðvar FIFA í morgun þar sem tóku á móti honum fjölmargir blaðamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar.
Það gekk mikið á þegar Blatter reyndi að komast í gegnum þvöguna en hann ætlar að halda blaðamannafund á eftir.
Það vakti athygli að Blatter var plástur undir auganu en þessi forseti FIFA undanfarin sautján ár hefur mátt þola mjög erfiða tíma að undanförnu.



