Kraftaverk Lars Lagerbäck eitt af 24 stærstu íþróttafréttunum í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:00 Landsliðsþjálfaranir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fagna hér EM-sætinu á Laugardalsvellinum í september. Vísir/Vilhelm Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira