Englendingar fá miklu færri miða á EM en Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 08:00 Íslendingar munu örugglega fjölmenna til Frakklands. Vísir/Vilhelm Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Englendingar eru að fá mun færri miða á leiki Evrópumótsins en Íslendingar og þeir hneykslast mikið á því. Enskur blaðamaður sló því upp í Daily Star í gær að litla Ísland sé að fá átta þúsund fleiri miða en stórveldið England. Þetta er enn eitt dæmið um hversu heppnir Íslendingar voru með riðil á Evrópumótinu. Íslenska liðið mætir ekki bara mótherjum sem liðið á ágæta möguleika á móti þá fara síðustu tveir leikir liðsins líka fram á tiltölulega stórum völlum. Búist er við að meira en 50 þúsund Englendingar fari yfir Ermasundið til þess að fylgjast með leikjum enska liðsins en Englendingar fá „bara" 23.520 miða á þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Englendingar eru í B-riðli og mæta Rússlandi, Wales og Slóvakíu. Leikir enska liðsins fara fram í Marseille, Lens og Saint-Étienne. Enski blaðamaðurinn skrifar um það að þjóð sem telur 323 þúsund íbúa muni fá 31.240 miða sem þýðir að það er einn miði á hverja tíu Íslendinga. Englendingar eru aftur á móti 54 milljónir sem þýðir að það er einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga. Enskir stuðningsmenn fá 10.720 miða á fyrsta leikinn við Rússa í Marseille, þeir fá bara 6080 miða á annan leikinn á móti Wales í Lands og svo 6720 miða á lokaleikinn við Slóvakíu í Saint-Etienne. Enski stuðningsmaðurinn Simon Harris, sem er aðalmaðurinn í stuðningsmannaklúbbi enska landsliðsins í London, efast um hvort allir miðarnir sem Ísland á rétt á verði keyptir. „Það er ekki mikið viðskiptavit í því að láta lönd með svo fáa stuðningsmenn fá svo marga miða," sagði Simon Harris. Hann hefur kannski vanmetið áhugann á Íslandi sem er mjög mikill. Ísland er ekki eina þjóðin sem fær fleiri miða en Englendingar því ellefu aðrar þjóðir fá fleiri miða en þeir og þar á meðal er Albanía.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira